Jafnað í blálokinPrenta

Fótbolti

Njarðvík tók á móti Sindra á Njarðtaksvellinum í dag og fékk óska byrjun þegar Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði á 5 mín. Fyrst eftir markið virtust heimamenn vera líklegir til að bæta við marki en gestirnir náðu oft að ógna marki okkar en þeir léku undan vindi. Á 24 mín var dæmt víti á Njarðvík og Sindramenn náðu að jafna úr spyrnunni. Jafnt í hálfleik.

Þrátt fyrir að vera með vindinn í bakið náðu Njarðvíkingar aldrei undirtökunum í seinnihálfleik og gestirnir náðu of efnilegum sóknarlotum. Sindri komst yfir á 72 mín með góðu marki eftir hornspyrnu. Það sem eftir leið af leiknum reyndu Njarðvíkingar að jafna leikinn og oft skall hurð nærri hælum. Þegar stefndi í ósigur náði Ingiberg að skora aftur og jafna leikinn og við hirtum annað stigið á lokamínótunum.

Njarðvíkingum tókst aldrei að ná yfirhöndinni í leiknum að fullu þó þeir virkuðu sterkari en Sindramenn hafa á að skipa góðu liði sem ekki er auðvelt að brjóta á bak aftur. Næsti leikur okkar er eftir viku á Sauðarkróki gegn Tindastól.

Ingibergur Kort Sigurðsson var valin maður leiksins.

Myndirnar eru úr leiknum í dag.

Leikskýrslan Njarðvík – Sindri

Staðan í 2. deild eftir tvær umferðir

IMG_6634

IMG_6624

IMG_6583

IMG_6552