Jafntefli gegn GrindavíkPrenta

Fótbolti

Njarðvík og Grindavík gerðu 1 – 1 jafntefli í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Staðan eftir fyrrihálfleik var 0 –  0. Njarðvikingar voru fyrr til að skora fljótlega í seinnihálfleik en okkar mark gerði Gunnar Bent Helgason. Jöfnuarmark Grindavíkinga kom undir lok leiksins og verður ekkert fjallað um það.

Jafntefli voru sanngjörn úrslit, bæði lið áttu sína kafla og oft brá fyrir góðum köflum þó menn væru farnir að taka fast á hvorum öðrum undir lokin.

Byrjunarlið Njarðvik; Ómar Jóhannsson (m), Brynjar Freyr Garðarsson, Rafn Vilbergsson, Andri Fannar Freysson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Davíð Guðlaugsson, , Arnar Helgi Magnússon, Gísli Freyr Ragnarsson, Arnór Svansson, Bergþór Smárason, Stefán Birgir Jóhannesson,

Varamenn; Stefán Guðberg Sigurjónsson (m), Marian Polak, Gunnar Bent Helgason , Ívar Gauti Guðlaugsson, Sam Young, Theodór Guðni Halldórsson, Pawel Grundinzki.

Gunnar Bent Helgason er Hauka leikmaður sem er að æfa með okkur og Sam Young er Ástralskur leikmaður sem er staddur hér á landi en hann æfði hjá okkur fyrir einum tveimur árum síðan þegar hann var hér á ferð.

Mynd/ Ómar stóð í markinu í kvöld