Jafntefli gegn GróttuPrenta

Fótbolti

Njarðvík og Grótta skildu jöfn 1 – 1 í opnunarleik Fótbolta.net mótsins í Reykjaneshöll í kvöld. Það var þó nokkur nýársbragur á leiknum en oft brá fyrir fínum köflum í leiknum án þess að ekki væri mikið um færi. Staðan eftir fyrrihálfleik var 0 – 0.

Njarðvík byrjaði seinnihálfleikinn vel og Helgi Þór Jónsson skoraði á 47 mín eftir klafs fyrir framan markið, Stuttu seinna fékk Brynjar Freyr Garðarsson að líta rauða spjald eftir viðskipi við Gróttumann. Þrátt fyrir að vera einum færri héldu heimamenn alveg við gestina en á köflum hljóp smá harka í leikinn. Gróttumenn náði að jafna leikinn á 86 mín. Bæði liðin reyndu eftir það að ná forystunni á ný en jafntefli niðurstaðan sem verður að kallast sanngjörn úrslit.

Leikskýrslan Njarðvík – Grótta

Mynd/ Brynjar Freyr og Helgi Þór komu báðir við sögu í leiknum.