Jafntefli gegn HettiPrenta

Fótbolti

Jafntefli 2 – 2 var niðurstaðan úr leik okkar við Hött á Njarðtaksvelli í dag. Það þarf ekki að skrifa mikið um frammistöðu okkar í fyrrihálfleik, þar sem við nánast sýndum ekkert. Gestirnir gegnu á lagið og með markvissri spilamennsku og leiddu þeir 0 – 2 með mörkum á 10 og 33 min leiksins í hálfleik.

Ekki var byrjunin í seinnihálfleik betri en leikur okkar batnaði til muna þegar við náðum að minnka muninn á 70 mín þegar Stefán Birgir skoraði eftir að markvörðurinn hafði misst boltann eftir að hafa varið skot. Stefán var þá nýkomin inná og tvöföld skipting stuttu seinna færði mikið líf í Njarðvíkinga sem gerðu harða hríð að marki Hattarmanna. Það var þó ekki fyrr en á 94 mín að jöfnunarmarkið kom eftir mikla pressu og heldur betur skrautlegt mark. Boltinn barst út í teig þar sem Arnar Helgi Magnússon greip til þess að framkvæma hjólhestaspyrnu sem fór í markið og jafnteflinu náð.

Þetta er annar leikurinn sem við sleppum fyrir horn með úrslitin, fjögur stig af sex hefðu einhvern tíma þótt ásættanleg útkoma. En við viljum fá meira út úr þessu og teljum okkur vera með mannskap til þess en liðið allt verður að byrja frá fyrstu mínótu og það þarf að hafa fyrir hverjum leik því þessari deild geta öll liðin tekið stig af hvert öðru.

Næsti leikur er á miðvikudaginn kl. 19:15 gegn ÍR á Hertz vellinum í Reykjavik.

Leikskýrslan Njarðvík – Höttur 

Myndir/ Efri mynd Arnar Helgi Magnússon og neðri Stefán Birgir Jóhannesson markaskorarar dagsins, ekki eru myndir úr leiknum í boði þar sem vél deildarinnar bilaði.

 

IMG_4520 (2)