Njarðvík og HK gerðu jafntefli 1 – 1 í fyrsta leik í riðli 2 B deildar Fótbolta.net mótsins í Kórnum í kvöld. Leikurinn í kvöld var ágætlega leikinn en spilað nokkuð fast á köflum. HKingar byrjuðu af krafti en við náðum að komast fljótlega inní leikinn og undir lok fyrrihálfleiks náðum við nokkrum hættulegum sóknum og einni sem endaði með sláarskoti, staðan 0 – 0 í hálfleik.
Seinnihálfleikur byrjaði eins og sá fyrri með krafti hjá heimamönnum en við komum fljótlega inní leikinn. HK náði forystunni eftir að okkur tókst ekki að hreinsa frá marki okkar og leikmaður þeirra komst á auðan sjó og skoraði. Fljótlega eftir markið var dæmd vítaspyrna á Njarðvík eftir boltinn hafi farið í hendina á Davíð Guðlaugssyni, en Njarðvíkingar voru ósáttir með dóminn því dómarinn hafi litið framhjá svipuðu atvikti HK megin í fyrrihálfleik. Fyrir mótmæli fékk Davíð rauða spjaldið og við einum fleiri síðustu 30 mín. Ekki tókst HK mönnum nýta sér vítið því Jökull Blængsson sem við fengum lánaðan í leikinn frá Fjölni varði vítaspyrnuna. Við þetta kom mikill kraftur í Njarðvíkinga sem náðu að jafn en þar var að verki Krystian Wiktorowicz eftir góða fyrirgjöf frá Fjalar Erni Sigurðssyni. Það sem eftir lifði leiksins börðust liðin um að landa sigri en að lokum var niðurstaðan 1 – 1 jafntefli.
Þetta var góð niðurstaða fyrir okkur og það sérstaklega að ná að halda í við HK einum færri í þetta langan tíma og ná að jafna. Við erum ennþá með markmannsmálin í lausu lofti en vonandi náum við að leysa þau á næstunni. Tveir nýjir leikmenn eru að ganga til liðs við okkur en það eru Arnór Björnsson sem er 25 ára og kemur til okkar frá ÍR en hann á að baki 49 leik og skorað 16 mörk með ÍR. Hinn leikmaðurinn er Jón Veigar Kristjánsson sem kemur frá FH en hann er uppalinn Bliki. Jón Veigar sem er á 20 aldursári en hann hefur en ekki náð að leik mótsleik með meistaraflokki en er mikið efni. VIð bjóðum þá báða velkomna til liðs við okkur.
Næsti leikur okkar er gegn Haukum í Fótbolta.net mótinu á þriðjudaginn kemur í Reykjaneshöll.
Byrjunarlið okkar var þannig skipað; Jökull Blængsson (m), Arnar Helgi Magússon, Birkir Freyr Sigurðsson, Davíð Guðlaugsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Jón Veigar Kristjánsson, Andri Fannar Freysson, Brynjar Freyr Garðarsson, Bergþór Ingi Smárason, Theodór Guðni Halldórsson og Arnór Björnsson.
Varamenn; Sigurður Þór Hallgrímsson, Krystian Wiktorowicz, Fjalar Örn Sigurðsson, Óðinn Jóhannsson, Arnór Svansson, Hrólfur Sveinsson.
Mynd/ Markaskorarinn Krystian og nýju leikmennirnir Arnór Björnsson og Jón Veigar Kristjánsson.