Jafntefli gegn ÍA á AkranesiPrenta

Fótbolti

Jafntefli 2 – 2 var niðurstaðan úr leik ÍA og Njarðvík á Norðurálsvellinum í kvöld í fjórðu umferð Inkasso-deildarinnar. Það hvasst og blautt uppá Akranesi í kvöld. Það voru heimamenn sem léku fyrrihálfleikinn undan vindi. Njarðvíkingar náðu forystunni strax á 4 mín þegar markvörður ÍA missti boltann undir sig eftir skot Stefáns Birgis, staðan 0 – 1. Njarðvíkingar fengu nokkrar góðar sóknir sem hefðu geta skilað mörkum í fyrrihálfleik. Heimamenn sóttu á okkur með vindinn í bakið en náðu aldrei neinu sérstökum færum en fengu þó helling af hornspyrnum sem vörn okkar sá við. Skagamenn náðu að jafna á 36 mín og bjuggust flestir við að þá myndu fylgja nokkur í viðbót en góður varnarleikur okkar manna sá við þeim.

Skagamenn byrjuðu seinnihálfleik með látum og það tók okkur nokkurn tíma að koma okkur inní leikinn. Heimamenn náðu forystunni svo á 66 mín. Njarðvíkingar ætluðu ekki að halda tómhentir heim og á 73 mín fengum við víti sem Andri Fannar tók og smellti honum í slánna. Það var svo á 86 mín að Magnús Þór Magnússon jafnaði leikinn með skalla eftir hornspyrnu. Það sem eftir leið af leiknum skiptust liðin á að sækja án þess að ná að skora. Þremur mínótum var bætt við venjulegan leiktíma en í þetta skipti héldu Njarðvíkingar út án þess að fá á sig mark eins og í öllum hinum þremur leikjum okkar í Inkasso-deildinni.

Þetta var baráttuleikur frá upphafi til enda og úrslitin verða að teljast sanngjörn. Leikmenn okkar eiga hrós skilið fyrir vinnusemi og dugnað í leiknum, gáfust ekki upp þegar þeir lentu undir heldur héldu áfram. Næsti leikur okkar er á fimmtudaginn kemur gegn Haukum á Njarðtaksvellinum kl.19:15.

Leikskýrslan ÍA – Njarðvík
Inkasso-deildin staðan
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld.