Jafntefli gegn KF og sætið tryggtPrenta

Fótbolti

Jafntefli 1 – 1 var niðurstaðan úr leik okkar við KF á Njarðtaksvellinum í dag sem jafnframt var síðasti heimaleikurinn í ár. Eftir leikinn var ljóst að sæti okkar í 2. deild var tryggt áfram eftir að úrslit úr leik Völsungs og Ægis voru ljós. KF fékk óska byrjun i dag og strax á 5 mín náðu þeir forystunni þegar Þórður Birgisson náði að spóla sig í gegnum 2-3 leikmenn við endamörk og koma boltanum í netið. Við tók að reyna að jafna leikinn á ný en það er ekki auðvelt gegn norðanmönnum því þeir hafa sýnt mikla seiglu að verjast í sumar eftir að hafa komist yfir. Staðan  eftir fyrrihálfleik 0 – 1.

Í seinnihálfleik settum við í mikinn sóknarþunga en markvörður gestanna var öryggið uppmálað og tók flesta bolta. Jöfnunarmark okkar kom á  55 mín og það gerði Harrison Hanley, laglega gert hjá honum. Eftir þetta tók við nánast standlaus sókn á mark KF og mörg góð færi og möguleikar fóru forgörðum. Jafntefli 1 – 1 var því niðurstaðan í dag en með smá heppni hefðum við átta að ná að landa þremur stigum í dag, KFmenn eiga hrós skilið fyrir að berjast til síðasta mann þrátt fyrir að vera fallnir fyrir nokkru.

Adam Árni Róbertsson 17 ára leikmaður úr 2. flokki lék i dag sinn fyrsta meistaraflokksleik og óskum við honum til hamingju með það. Einn leikur eftir í 2. deild hjá okkur gegn Vestra á Ísafirði á laugardaginn kemur.

Leikskýrslan Njarðvík – KF

Myndirnar eru frá leiknum í dag

img_6391

img_6394

img_6387

img_6368

img_6357