Jafntefli gegn KV í kvöldPrenta

Fótbolti

Jafntefli 2 – 2 var niðurstaðan úr leik okkar gegn KV í kvöld. Njarðvíkingar réðu gangi mála allan leikinn og áttu að landa sigri. Engin umtalsverð færi voru í fyrrihálfleik en Njarðvík náði forystunn á 35 mín þegar KV menn gerðu sjálfsmark.

Sama var í seinnihálfleik Njarðvíkingar sóttu en ekkert gekk að skora. Markvörður KV fékk að líta rauða spjaldið á 48 mín fyrir að brjóta á Theodór Guðna þegar hann var að komast inn fyrir hann. Ekki tókst okkur að nýta liðsmunin og á 71 mín náðu gestirnir að jafna með góðu skoti fyrir utan teig. Á 85 mín náði KV að bæta við öðru marki, heimamenn vildu meina að brotið hafi verið á okkar manni áður en þeir komust í sókn en dómarinn lét leikinn halda áfram. Við náðum að jafn á 91 mín þegar Rafn Markús skoraði með hjólhesta spyrnu, staðan 2 – 2. Stuttu seinna hafnaði boltinn í neti KV en dómarinn dæmdi brotið hafi verið á markverði KV en það var frekar tæp ákvörðun. Stuttu seinna var flautað til leiksloka.

Þetta eru úrslit sem erfitt er að sætta sig við, við áttum að vera búnir að gera út um þennan leik og tryggja öll stigin. Það er ljóst að við verðum að fara í næstu leiki undir mikilli pressu, það er stutt niður á við en svipað stutt ofar í öruggt skjól. Næsti leikur okkar er á miðvikudaginn í Þorlákshöfn gegn Ægi.

Leikskýrslan Njarðvík – KV

IMG_6042

IMG_6029

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld