Jafntefli gegn MagnaPrenta

Fótbolti

Það var súrt að minnsa niður tveggja marka forskot gegn Magna á heimavelli í gær. Njarðvík náði forystunni á 24 mín þegar Theodór Guðni skorðaði eftir að hafa unnið boltana geyst af stað og komið honum framhjá markverðinum laglega. 1 – 0 í hálfleik.

Harrison Hanley kom okkur síðan í 2 – 0 á 53 mín og allt leit vel út. Á þeirri 55 mín fékk Hafsteinn Gísli Valdimarsson sitt annað gula spjald og brottvísun. Við þetta riðlaðist skipulag okkar og Magnamenn náðu að minnka munin á 63 mín og komu meira inní leikinn. Jöfnunarmarkið kom síðan á 85 mín. Það sem eftir var af leiknum reyndum við hvað við gátum að ná forystunni á ný en ekkert gekk og niðurstaðan 2 – 2.

Það verður að skrifast á okkur að hafa ekki náð að landa þremur stigum í gærdag. Við áttum svo sem ekki skilið sigur úr þessum leik en Ómar varði þrisvar sinnum stórglæsilega og kom þar með í veg fyrir að gestirnir næðu að skora fleiri mörk.

Nú tekur við stopp hjá meistaraflokki þangað til að við mætum Sindra á Höfn þann 25. Við verðum að sjálfsögðu við æfingar þá keppin stoppi.

Leikskýrslan Njarðvík – Magni

IMG_5399

IMG_5482

IMG_5584