Jafntefli gegn Þrótti R.Prenta

Fótbolti

Þróttur og Njarðvík gerðu 1 – 1 jafntefli í æfingaleik sem fór fram í Egilsshöll í dag. Þróttarar voru fyrr til að skora um miðjan fyrrihálfleik en Marc McAusland náði að jafna með skalla rétt fyrir hálfleik eftir hornspyrnu.

Seinnihálfleikur var markalaus en við hefðum átt að setja ein tvö mörk í viðbót í leiknum en reyndar sluppum fyrir horn í lokin þegar Brynjar Atli varði vel með einn á móti sér.

Það voru strákar úr 2. flokki sem sáu um að leysa af leikmenn í seinnihálfleik og fengu allir góðan spilatíma og stóðu sig vel. Við munum leika aftur á fimmtudaginn kemur gegn Víking R. í Reykjaneshöll.

Í byrjunarliðið í dag voru; Brynjar Atli Bragason (m), Arnar Helgi Magnússon, Marc McAusland, Jón Tómas Rúnarsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Ari Már Andrésson, Atli Freyr Ottesen, Theodór Guðni Halldórsson, Alexander Magnússon, Krystian Wiktorowicz.

Varamenn; Andri Ingvarsson (m), Helgi Snær Elíasson, Jökull Örn Ingólfsson, Bergstenn Freyr Árnason, Andri Gíslason, Kristofer Árnason og Svavar Örn Þórðarson.

Mynd/ Árni Þór formaður ásamt markaskoraranum Marc McAusland.