Jafntefli gegn ÞróttiPrenta

Fótbolti

Njarðvík og Þróttur R. skildu jöfn í Lengjubikarnum í kvöld. Liðin skiptust á að sækja og verjast í fyrrihálfleik en á þeirri 45 náði Njarðvík forystunni þegar Arnar Helgi Magnússon skoraði með glæsilegu skoti utan úr teig.

Njarðvíkingar byrjuðu seinnihálfleik af krafti og bættu við marki á 47 mín þegar Bergþór Ingi Smárason skoraði. Þróttarar náðu að minnka munin á 66 mín, staðan 2 – 1. Gestirnir fengu síðan vítaspyrnu á 79 mín sem Brynjar Atli varði glæsilega. Þróttarar náðu yfirhöndinni en Njarðvíkingar höfðu þá gert þrjár skiptingar vegna meiðsla á stuttum tíma og jöfnunarmark þeirra kom á 81 mín. Gestirnir pressuðu stíft og uppskáru mark á 85 mín en Njarðvíkingar gáfust ekki upp og á 93 mín jafnaði Stefán Birgir Jóhannesson. Það sem eftir leið af leiknum reyndu bæði liðin að ná yfirhöndinni en jafntefli var niðurstaðan.

Þetta geta talist sanngjörn úrslit í miklum baráttuleik sem var harður á köflum. Alexander Helgason lék sinn fyrsta mótsleik með Njarðvík í kvöld. Næsti leikur okkar er eftir viku í Reykjaneshöll og nú gegn KRingum.

Mynd/ markaskorara okkar í kvöld Arnar Helgi, Stefán Birgir og Bergþór Ingi.

Leikskýrslan Njarðvík – Þróttur R. 

Staðan í Lengjubikarnum A deild riðill 2