Njarðvík og Víðir gerðu 3 – 3 jafntefli í Lengjubikarnum í kvöld í Reykjaneshöll. Njarðvíkingar gerðu fyrsta markið þegar Kenneth Hogg náði forystunni strax á 9 mín. Víðsmenn náðu að jafna á 24 mín og komast yfir á 28 mín. Atli Freyr Ottesen jafnaði fyrir Njarðvík á 31 mín en Garðmenn komust yfir á ný á 37 mín og því staðan 2 – 3 í hálfleik.
Þrátt fyrir talsverðan sókarþunga að marki Víðis í seinnihálfleik náði Njarðvík ekki að jafna leikinn fyrri en á 95 mín þegar Ari Már Andrésson kom boltanum í netið. Njarðvíkngar voru ekki að spila sinn besta leik í kvöld og Víðismenn voru baráttuglaðir.
Tveir leikmenn léku sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki í kvöld þeir Hrannar H. Þorvaldsson sem stóð í markinu og Matthías Arnarson, þá var þetta mótsleikur númer 150 hjá Ara Má Andréssyni. Það er stutt í næsta leik sem er á þriðjudaginn kemur gegm KFG í Reykjaneshöllinni.
Mynd/ markaskorar okkar Ari Már, Atli Freyr og Kenny.