Eitt stig var uppskeran úr leik okkar við Aftureldingu í dag. Heimamenn fengu óska byrjun strax á 3 mín þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu. Brynjar Atli varði spyrnuna en missti boltann þar sem sá sem tók spyrnuna náði að koma honum í netið. Eftir að við komumst í gang náðum við að jafna á 24 mín þegar Ivan Prskalo kom boltanum í netið eftir harða hríð að marki Aftureldingar. Stefán Birgir kom okkur síðan yfir á 28 mín með snyrtilegu skoti eftir að hafa leikið á 2-3 leikmenn. Það sem eftir var af fyrrihálfleik voru Njarðvíkingar sterkari aðilinn.
Það er óhætt að segja að seinnihálfleikurinn hjá Njarðvík hafi verið andstæða þess fyrri, liðið náði aldrei þeim takti sem var þá í gangi. Aftuelding jafnaði á 60 mín eftir fyrirgjöf útaf kanti. Það sem eftir leið af leiknum skiptust liðin á að reyna sækja án þess að ná því að bæta við mörkum. Sanngjörn úrslit verður þetta að kallast og baráttann heldur áfram.
Næsti leikur er gegn Haukum á fimmtudaginn kemur inná Ásvöllum,
Leikskýrslan Afturelding – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Nokkar myndir úr leiknum í dag.