Jafntefli í nágrannaslagPrenta

Fótbolti

Njarðvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við nágranna okkar í Keflavík á þeirra heimavelli í gærkvöldi.

Flott mæting var á völlinn en rúmlega 1.100 manns gerðu sér leið á völlinn og studdu sín lið áfram.
Það voru Keflvíkingar sem áttu fyrri hálfleikinn og voru verðskuldað 1-0 yfir, en taflið snerist algerlega við í þeim seinni og mættu okkar menn vel til leiks, og uppskáru jöfnunarmark á 58. mín eftir að Arnar Helgi Magnússon kom boltanum í netið.

Þar við sat og jafntefli niðurstaðan í þessum fyrri nágrannaslag tímabilsins, en sá síðari fer fram á Rafholtsvellinum um Ljósanæturhelgina í september.

Við höldum þó í toppsætið í Lengjudeildinni með 20 stig eftir 9 umferðir, ásamt Fjölnir sem eru einnig með 20 stig.

Næsti leikur er á Rafholtsvellinum á sunnudaginn nk. klukkan 19:15 þar sem við mætum sterku liði Aftureldingar.
Við hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna þá!

Áfram Njarðvík!

Öll helsta umfjöllun um leikinn í gær:

Umfjöllun VF um leikinn
Viðtöl VF eftir leik
Skýrsla og myndasafn fotbolti.net
Viðtal fotbolti.net við Gunnar Heiðar
Leikurinn allur á Youtube
Stöðutafla Lengjudeildarinnar


Forsíðumynd: JPK/VF