Jafntefli í toppslagnum í dagPrenta

Fótbolti

Sannkallaður toppslagur fór fram á Njarðtaksvellinum í dag er Njarðvík tók á móti liði Hugins frá Seyðisfirði. Fyrir leikinn var Njarðvík í efsta sæti 2. deildar og lið Hugins í því þriðja. Leiksins var beðið beðið með töluverðri eftirvæntingu, enda Huginn ekki tapa leik síðan í annarri umferð og unnið 5 leiki í röð.

Gestirnir voru greinilega komnir til þess að gera atlögu að toppsætinu, því trax á upphafsmínutum leiksins pressuðu þeir hátt á völlinn og reyndu að koma okkar mönnum úr jafnvægi. Það tókst ekki og smátt og smátt komust heimamenn meira inn í leikinn og skiptust liðin á að sækja án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Hvorugt liðið greinilega tilbúið að gefa neitt eftir í toppbráttunni. Staðan því markalaus í hálfleik.

Í síðari hálfleik reyndu bæði lið að sækja, þegar þess var kostur, en án þess þó að skilja eftir opin svæði fyrir andstæðingin til að nýta sér. Samt sem áður áttu bæði lið nokkur ágætis færi og „hálf færi“ eftir skyndiupphlaup, en eftir föst leikatriði skapaðist kannski mesta hættan hjá báðum liðum.

Eftir eitt þeirra fékk Njarðvík dæmda vítaspyrnu eftir klafs í vítateignum, þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Theódór Guðni Halldórsson fór á vítapunktinn fyrir okkar menn, en besti vinur hans og æskufélagi, sá við honum í markinu. Þarna fór gullið tækifæri hjá okkur til þess að komast yfir í leiknum og hugsanlega landa þremur stigum. Þess í stað enduðu leikar án þess að mark væri skorað og lokastaðan því 0-0.

Við þessi úrslit færðumst við niður í annað sætið, en Magni frá Grenivík skaust í toppsætið eftir sigur í dag á KV fyrir norðan. Næsti leikur okkar er eftir viku þegar við heimsækjum Sindramenn á Höfn.

Leikskýrslan Njarðvík – Huginn 

Myndirnar eru úr leiknum í dag

IMG_9069  IMG_9017

IMG_9033  IMG_9111

IMG_9038  IMG_9085