Janúar og nýtt ár í Njarðvík verður þétt pakkað af körfubolta en fjörið hefst strax á morgun þegar okkar menn mæta Stjörnunni í Garðabæ í Subwaydeild-karla. Leikurinn fer fram í Garðabæ og hefst kl. 19:15 en þessum sama leik var frestað skömmu fyrir jól.
Miðasala á leikinn gegn Stjörnunni annað kvöld fer fram á Stubbur-app. Engin miðasala verður í anddyri.
Karlaliðið okkar leikur alls fjóra deildarleiki í mánuðinum en kvennaliðið leikur þrjá deildarleiki og leikur svo í undanúrslitum VÍS-bikarsins þann 13. janúar næstkomandi þegar liðið mætir Haukum. Hér að neðan má nálgast alla janúardagskrá liðanna okkar.
Janúardagskráin hjá Njarðvík