Jayden Mikael með sinn fyrsta meistaraflokkssamningPrenta

Fótbolti

Jayden Mikael Rosento hefur skrifað undir sinn fyrsta meistaraflokkssamning við Knattspyrnudeild Njarðvíkur.

Jayden er efnilegur leikmaður, fæddur árið 2008, og þar að leiðandi enn í 3.flokk.
Jayden sem stendur sig feiknarvel í yngri flokkunum, var einmitt í fyrsta sinn í leikmannahóp meistaraflokks í gærkvöldi gegn Keflavík í nágrannaslag.
Þá hefur Jayden einnig verið viðloðandi æfingahópa yngri landsliða Íslands.

Við óskum Jayden til hamingju með sinn fyrsta samning og hlökkum til að sjá fylgjast með honum í framhaldinu!