Keppni í Bónusdeild karla hefst á nýjan leik í kvöld eftir landsleikjahlé. Njarðvík tekur þá á móti Haukum í IceMar-Höllinni kl. 19:15 og verður frítt á völlinn í boði JBÓ pípulagna! Fjölmennum græn og styðjum okkar menn til sigurs. Þetta er nítjánda umferð deildarinnar sem þýðir að með leiknum í kvöld eru aðeins 8 stig eftir í pottinum.
Gestirnir eru ekki af verri endanum en nágrannar okkar úr Hafnarfirði eru væntanlegir með Friðrik Inga Rúnarsson við stjórnartaumana. Haukar hafa 8 stig á botni deildarinnar eins og Höttur en Ljónin sitja í 3. sæti deildarinnar með 24 stig. Þrátt fyrir það er von á hörku leik í kvöld enda deildin sjaldan eða aldrei verið jafnari.
Svangir þurfa ekki að örvænta enda verða borgarar á svæðinu fyrir leik svo viðureign kvöldsins verður hin besta fjölskylduskemmtun og tilvalið upphafsstef að Nettómótinu sem fram fer í Reykjanesbæ um helgina.
IceMar-Höllin, besti skemmtistaður bæjarins!
#FyrirFánann
