João Ananias í NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Brasilíski miðjumaðurinn João Ananias í Njarðvík Brasilíski miðjumaðurinn João Ananias hefur samið við Njarðvík um að ganga til liðs við félagið og leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil.João Ananias er 31 árs miðjumaður sem hefur leikið 100 leiki og skorað tvö mörk í sterkri Campeonato Brasileiro série B sem er næst efsta deild í Brasilíu. Auk þess hefur hann leikið í Lettlandi og Albaníu.João Ananias mun án efa styrkja lið Njarðvíkur mikið og verður mikilvægur hlekkur til að ná markmiðum sumarsins. Félagið býður João velkominn og væntir mikils af honum.