Jóhann Guðni fékk góða gesti í fermingarveislunaPrenta

Körfubolti

Einn af okkar öflugustu stuðningsmönnum í Ljónagryfjunni er nýfermdur ungur maður að nafni Jóhann Guðni Víðisson. Jóhann fermdist á dögunum en hann er með nánast 100% mætingu á leiki í Subwaydeildunum hjá karla- og kvennaliði Njarðvíkur.

Jóhann geftur allt í sölurnar fyrir fánann og UMFN og því ákváðu Raquel Laneiro, Benedikt Guðmundsson, Mario Matasovic, Aliyah Collier og Nico Richotti að líta við í fermingarveisluna hjá Jóhanni Guðna og óska honum innilega til hamingju með daginn.

Hlökkum til að sjá þig áfram í stúkunni Jóhann Guðni – Áfram Njarðvík