Jólafrí á undan áætlunPrenta

UMFN

Kæru foreldrar.

Í ljósi viðkvæmrar stöðu í nærsamfélaginu okkar svona stuttu fyrir jól,  með hagsmuni barna og fjölskyldna að leiðarljósi hafa unglingaráð knattspyrnudeildar og körfuknattleiksdeildar UMFN sammælst um þá ákvörðun að fara í jólafrí fyrr en áætlað var eða frá og með laugardeginum 19. desember og hefja síðan æfingar aftur á nýju ári, mánudaginn 4. janúar 2021.

Við óskum iðkendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir samstarfið og samstöðuna sem er svo dýrmæt á óvenjulegum tímum sem þessum. Njótið hátíðarinnar með ykkar nánustu, farið varlega og hittumst öll hress og kát á nýju ári.

Áfram Njarðvík!