Sala er hafin á jólahappdrættismiðum Körfuknattleiksdeildar UMFN. Áhugasamir geta t.d. tryggt sér miða á viðureign Njarðvíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í Njarðtaksgryfjunni fimmtudaginn 19. desember.
Líkt og fyrri ár eru vinningarnir ekki af verri endanum en fyrsti vinningur er iPhone 11 (64gb). Á meðal annarra vinninga eru hótelgistingar, gjafabréf frá Lava og Premium pakki í Bláa Lónið fyrir tvo, alþríf á sjálfrennireiðina, árskort á heimaleiki UMFN svo eitthvað sé nefnt!
Við hvetjum alla til að tryggja sér miða í jólahappdrættinu enda mikilvægur liður í starfsemi deildarinnar og hefur fylgt deildinni um árabil. Sala miða er þegar hafin t.d. á Facebook-síðu UMFN en leikmenn og stjórnarfólk munu einnig vera áberandi á næstunni við miðasöluna.
Tryggðu þér miða, dregið verður þann 6. janúar 2020 og öll vinningsnúmerbirt á heimasíðu UMFN.