Jólamót ÍRBPrenta

Sund

Fimmtudaginn 29. nóvember verður Jólamót ÍRB. Upphitun hefst kl. 17:00 og mót kl. 17:30. Mótið er fyrir alla sundmenn í Sprettfiskum, Flugfiskum, Sverðfiskum, Háhyrningum, Framtíðarhópi og Afrekshópi.

Keppt verður í 25m greinum og mótið er snöggt og skemmtilegt.

Í lok móts ætlum við foreldrar að sameinast í að vera með hlaðborð að venju. Allir sem eiga sundmann á mótinu koma með eitthvað gott á hlaðborðið. Við hvetjum foreldra að koma frekar með eitthvað ósætt eins og flatkökur, brauðmeti, salad og kex eða eitthvað slíkt þó að kökur séu líka velkomnar.

Vinsamlega skráið hér nafn sundmanns/manna og hvað hver fjölskylda kemur með á hlaðborðið á fimmtudaginn. Vonandi verður hið fínasta hlaðborð úr þessu fyrir sundmenn og fjölskyldur þeirra. Þannig getum við átt góða stund saman á milli 19:00 og 20:00 fimmtudaginn 29. nóvember.

Skráning á hlaðborðið er hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeoeO15QsP57JRs6O_AwDuVFifj2lqBTbLrnljAf2hWjVSdjw/viewform?usp=sf_link

Við vonum að eihverjir foreldrar sjái sér fært að hjálpa til á mótinu, skráning í störf á mótinu fer fram hér:https://docs.google.com/spreadsheets/d/1BmtXbpnuJ5QUS0RUo0ts5uYAzKcR9JKnophwUJfxXds/edit?usp=sharing

Kær kveðja, Stjórn Sundráðs ÍRB