Jón Arnór Sverrisson hefur gert nýjan tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Það er mikið ánægjuefni að þessi 21 árs gamli og öflugi bakkari muni klæðast grænu í baráttu næstu tveggja ára.
Jón varð bikarmeistari með unglingaflokki Njarðvíkur á tímabilinu og var þar valinn besti maður úrslitaleiksins. Hann var svo með 2,4 stig, 2,2 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik í þeim 27 deildarleikjum sem hann lék fyrir Ljónin á tímabilinu.
Mynd/ Kristín Örlygsdóttir nýr meðlimur stjórnar og Jón Arnór Sverrisson við undirritun samninga.