Jón og Kamilla semja til næstu tveggja áraPrenta

Körfubolti

Bakverðirnir Jón Arnór Sverrisson og Kamilla Sól Viktorsdóttir hafa bæði undirritað nýja tveggja ára samninga við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur.

Kamilla Sól kom nýverið í grænt frá Keflavík en hún lék með Njarðvík tímabilið 2018-2019 en hefur síðan þá verið á mála hjá Keflavík. Kamilla er sterkur bakvörður sem mun færa Njarðvíkurliðinu aukin gæði og liðsinna hópnum við að berjast fyrir sæti í Domino´s-deild kvenna á nýjan leik.

Jón Arnór Sverrisson hefur farið mikinn á tímabilinu til þessa í Domino´s-deild karla með 10,6 stig, 4,4 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá er hann þriðji hæstur á lista yfir stolna bolta að meðaltali í leik með 2,29 per leik.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fagnar því að þessir ungu og öflugu leikmenn hafi fest ráð sitt í félaginu næstu tvö árin.

#ÁframNjarðvík