Hvatagreiðslur
Umsóknir um hvatagreiðslur þurfa að berast í gegnum vefinn mittreykjanes.is.
Greiðslan getur að hámarki numið kostnaði við námskeið. Skilyrði er að um skipulagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða kennara/leiðbeinanda. Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvatagreiðslur að hluta eða að fullu falla eftirstöðvar niður um áramót.
Foreldrar/forráðamenn biðja gjaldkera íþrótta- og tómstundafélaga (líka listgreinar s.s. dans, söng og ballett og móðurmálskennsla) í Reykjanesbæ að senda eftirfarandi upplýsingar á rafrænu formi (í excelskjali) á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is:
- Staðfestingu á að iðkandi/þátttakandi hjá deild/félagi hafi greitt æfinga- eða þátttökugjald vegna ársins 2020.
- Upphæð gjaldsins.
- Kennitölu og nafn barns og kennitölu foreldris/forráðamanns.
- Bankaupplýsingar.
Þegar þessar upplýsingar hafa borist greiðir Reykjanesbær kr. 35.000.- til foreldra barna í gegnum kerfið mittreykjanes.is (ATH: nauðsynlegt er fyrir foreldra að fara inn á mittreykjanes.is og staðfesta)
Greiðsla fer fram 10. hvers mánaðar í fyrsta skipti 10.febrúar og lýkur 28. desember ár hvert. Hvatagreiðslur nýtast ekki fyrir frístundaheimili skólanna.
Skilyrði er að bæði barn og foreldri eigi lögheimili í Reykjanesbæ (ATH barn getur einungis fengið hvatagreiðslur hjá því foreldri sem að barnið er með lögheimili hjá ef um sameiginlega forsjá er að ræða).
ATH – ef þið eru að reyna að samþykkja hvatagreiðslur fyrir barnið ykkar og getið það ekki, þá er skýringin oftast nær sú að viðkomandi íþrótta- og/eða tómstundafélag hefur ekki sent upplýsingar um iðkandann til Reykjanesbæjar. Vinsamlegast kannið það hjá íþrótta- og eða tómstundafélaginu sem barnið er að iðkandi hjá.
Einnig er hægt að hringja í íþrótta- og tómstundafulltrúa í síma 898-1394.