Allir iðkendur eiga að skrá sig til þátttöku og greiða æfingagjöld. Æfingagjöld barna eru jafn há hvatagreiðslum Reykjanesbæjar. Æfingagjöld fullorðina eru 3.000 kr á mánuði.
Allar skráningar fara áfram fram í gegnum NORA skráningarkerfið sem hægt er að nálgast hérna Skráningarkerfi UMFN. Þegar skráningu er lokið þá getið þið sótt um hvatagreiðslu á vef Reykjanesbæjar.

Svo hvatagreiðslur fáist greiddar er nauðsynlegt að biðja gjaldkera GDN, judo@umfn.is, um að senda staðfestingu til Reykjanesbæjar um að æfingagjöld hafi þegar verið greidd.

Deildin áskilur sér rétt til að skrá iðkendur sem ekki eru að sinna skráningu. Iðkandi telst hafa hafið æfingar frá þeim tíma sem hann er skráður við æfingar hjá þjálfara. Forráðamaður skal tilkynna að barn sitt sé hætt iðkun með því að senda tilkynningu um það tölvupóst á netfang deildarinnar judo@umfn.is. Ekki nóg að segja þjálfurum frá að viðkomandi sé hættur.

Gjaldkeri félagsins veitir upplýsingar um skráningar og öllu sem því við kemur. Gjaldkeri Glímudeildar UMFN er Ingibjörg Guðmunda Sveinsdóttir, gsm: 8697861 og  judo@umfn.is