Júlía Rán kölluð til æfinga með U19 kvennaPrenta

Fótbolti

Halldór Jón Sigurðsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið leikmenn á æfingar dagana 21.-23. október.
Okkar kona, Júlía Rán Bjarnadóttir, var valinn í hópinn eftir gott sumar með Grindavík/Njarðvík í sumar þar sem hún lék 18 leiki í Lengjudeildinni og skoraði 2 mörk.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026.

Við óskum Júlíu að sjálfsögðu góðs gengis á æfingunum!