Julio De Assis á förum frá NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Julio De Assis er á heimleið úr herbúðum okkar Njarðvíkinga og leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Við þökkum Julio fyrir sitt framlag til liðsins á síðustu mánúðum og óskum honum velfarnaðar í næstu verkenfum.

Fleiri tíðinda má vænta af leikmannamálum liðsins á næstunni segir Hafsteinn Sveinsson formaður deildarinnar. „Við erum að undirbúa okkur fyrir seinni hluta tímabilsins og ætlum okkur ekkert annað en í úrslitakeppnina,” sagði Hafsteinn.

Julio lék 11 deildarleiki með Njarðvík og gerði í þeim 10,2 stig og tók 6,8 f´raköst að meðaltali í leik.