Kaj Leo semur út leiktíðina 2024Prenta

Fótbolti

Kaj Leo í Bartalsstovu hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Njarðvíkur út leiktíðina 2024.

Kaj, sem er sóknarsinnaður leikmaður gekk til liðs við Njarðvík um mitt mót síðastliðið sumar og lék 9 leiki með liðinu og hjálpaði því að bjarga sér frá falli í Lengjudeildinni.

Fyrr á ferlinum hefur Kaj leikið með FH, Val, ÍBV, ÍA og Leikni Reykjavík hér á landi frá því hann kom til Íslands fyrst árið 2016.
Kaj á einnig 28 A-landsleiki fyrir landslið Færeyja.

Það er mikið gleðiefni að halda Kaj Leo áfram í herbúðum Njarðvíkur og óskar Knattspyrnudeildin Kaj til hamingju með nýja samninginn.

Áfram Njarðvík!