Kamilla Sól á venslasamning til UMFNPrenta

Körfubolti

 

Skotbakvörðurinn Kamilla Sól Viktorsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun í vetur spila með liði UMFN í 1.deildinni.  Kamilla kemur til Njarðvíkur á venslasamning frá Keflavík.  Kamilla er fjölhæfur skotbakvörður og þekkt fyrir grimman varnarleik.   Kamilla sem hefur leikið með yngri landsliðum mun koma til með að styrkja annars flottan hóp hjá stúlkunum okkar.   “Það eru spennandi tímar í Njarðvík sem mig langaði að taka þátt í.  Margir ungir og efnilegir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Uppbygging er í gangi hjá liðinu og mig langar að taka þátt í því. Ég kem bara til með að leggja mig 100% fram og vonandi get ég eitthvað gott fyrir liðið. ” sagði Kamilla í samtali við heimasíðu UMFN.  Kamilla mun vera tilbúin til leiks í næsta leik Njarðvíkur sem er á sunnudag gegn Fjölni á sunnudag kl 16:30.

 

Við bjóðum Kamillu velkomna í Ljónagryfjuna.