Katla Björk á HMPrenta

Lyftingar

Katla Björk Ketilsdóttir keppti á HM í Ólympískum lyftingum um helgina. Heimsmeistaramótið fór fram í Taskent, Úsbekistan í mið-asíu. Þetta var fyrsta stórmót Kötlu í senior flokki kvenna en hún hefur átt farsælan ferill síðastliðin ár í unglinga og U23 flokki en Katla er fædd árið 2000 og því aðeins 21 ára gömul.

Katla átti flott mót og setti Íslandsmet í Snörun og samanlögðum árangri. Hún byrjaði á að snara 79kg. Í annari tilraun reyndi hún við 85kg sem gekk því miður ekki en í þeirri þriðju þá fóru 85kg upp og því nýtt Íslandsmet í hús.

Í clean&jerk lyfti hún 98kg í fyrstu tilraun. Í annari tilraun var það 101kg sem fór mjög sannfærandi upp. Í þeirri þriðju reyndi hún við 103kg sem hefði verið jöfnun á hennar bestu lyftu en það gekk því miður ekk upp.

Ingi Gunnar Ólafsson hefur verið þjálfari Kötlu frá byrjun og var að sjálfsögðu með henni á mótinu. Katla endaði í 15.sæti af 20 keppendum í mjög sterkum -64kg flokki kvenna. Frábær árangur og er ljóst að framtíðin er björt hjá okkar konu! 

Innilega til hamingju Katla Björk Ketilsdóttir og Ingi Gunnar Ólafsson

Hér má sjá myndband af lyftunum hjá Kötlu