Katla Björk Ketilsdóttir keppti á HM í Ólympískum lyftingum um helgina. Heimsmeistaramótið fór fram í Taskent, Úsbekistan í mið-asíu. Þetta var fyrsta stórmót Kötlu í senior flokki kvenna en hún hefur átt farsælan ferill síðastliðin ár í unglinga og U23 flokki en Katla er fædd árið 2000 og því aðeins 21 ára gömul.
Katla átti flott mót og setti Íslandsmet í Snörun og samanlögðum árangri. Hún byrjaði á að snara 79kg. Í annari tilraun reyndi hún við 85kg sem gekk því miður ekki en í þeirri þriðju þá fóru 85kg upp og því nýtt Íslandsmet í hús.
Í clean&jerk lyfti hún 98kg í fyrstu tilraun. Í annari tilraun var það 101kg sem fór mjög sannfærandi upp. Í þeirri þriðju reyndi hún við 103kg sem hefði verið jöfnun á hennar bestu lyftu en það gekk því miður ekk upp.
Ingi Gunnar Ólafsson hefur verið þjálfari Kötlu frá byrjun og var að sjálfsögðu með henni á mótinu. Katla endaði í 15.sæti af 20 keppendum í mjög sterkum -64kg flokki kvenna. Frábær árangur og er ljóst að framtíðin er björt hjá okkar konu!
Innilega til hamingju Katla Björk Ketilsdóttir og Ingi Gunnar Ólafsson