KEF Spa og Fitness styrkja kkd. UMFNPrenta

Körfubolti

Það eru allir fremur afslappaðir og nærðir eftir góða heimsókn í KEF Spa og Fitness sem staðsett er á Hótel Keflavík að Vatnsnessvegi. En stjórnendur á staðnum voru hinsvegar ekki afslappaðir að fullu fyrr en þeir höfðu gert árs samning við körfuknattleiksdeild UMFN nú á sl. dögum. Fyrir um viku síðan var undirritaður styrktar samningur milli KEF Spa og Fitness og körfuknattleiksdeildar UMFN og kunnum við þeim eilífar þakkir fyrir og hlökkum til samstarfs. Lilja Karen Steinþórsdóttir og Jón Oddur Guðmundsson standa vaktina í KEF Spa og Fitness og taka vel á móti stuðningsmönnum liðsins sem vilja rækta líkama og taka svo hvíldina í glæsilegu og nærandi umhverfi.

MYND: Eyrún Ósk Elvarsdóttir og Jón Oddur handsala samningnum góða.