Keflavík-Njarðvík risaslagur í lokaumferðinni í kvöldPrenta

Körfubolti

Sá klassíski er í kvöld. Keflavík-Njarðvík og það í lokaumferð Subwaydeildar karla. Heil umferð á boðstólunum þar sem talsverðar umhleypingar geta átt sér stað fyrir röðun í úrslitakeppnina. Allir leikir hefjast kl. 19:15 og allir Njarðvíkingar verða mættir á pallana í Blue-höllinni í grænu að styðja sína menn og þétta raðirnar fyrir úrslitakeppnina.

Allir leikir kvöldsins

Keflavík – Njarðvík
Valur – Tindastóll
KR – Stjarnan
Þór Þorlákshöfn – Grindavík
Haukar – Breiðablik
Höttur – ÍR

Óskar Ófeigur blaðamaður hjá Vísir.is hefur tekið saman grein sem sýnir glögglega hvar liðin geti endað. Fyrir okkur Njarðvíkinga er 2. sæti í deildarkeppninni öruggt og aðeins eftir að skýrast hvort við mætum Þór Þorlákshöfn eða Grindavík þar sem þau eru einu liðin sem geta endað í 7. sæti.

Við hvetjum Njarðvíknga til að mæta tímanlega í Blue-höllina í kvöld enda von á fjölmenni þar sem Reykjanesbæjar-risarnir munu nýta þennan síðasta deildarleik vel til þess að koma sér í gírinn fyrir sjálfa úrslitakeppnina. Það er von á mögnuðum slag – Áfram Njarðvík!

Staðan í deildinni fyrir kvöldið