Njarðvík varð að fella sig við ósigur í spennuslag gegn Keflavík b í 1. deild kvenna í dag. Grænar leiddu lungann úr leiknum en Keflavík var sterkari á endasprettinum þar sem lokatölur voru 62-57 Keflavík b í vil.
Lára Ösp og Erna Freydís leiddu Njarðvík í stigaskori í dag báðar með 14 stig en Vilborg Jónsdóttir var nærri þrennunni með 11 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar.
Eftir leiki dagsins eru fjögur lið með 6 stig í deildinni en það eru Njarðvík, Keflavík b, Tindastóll og ÍR. Næsti leikur hjá Ljónynjunum er ekki fyrr en 10. nóvember þegar liðið mætir Grindavík b í Njarðtaks-gryfjunni kl. 16.00.
Mynd/ Jón Björn – Vilborg Jónsdóttir sækir að körfu Keflavíkur b í Blue-Höllinni í dag.