Kenny Hogg markahæstur í sögu NjarðvíkurPrenta

Fótbolti

Fyrirliði Njarðvíkurliðsins, Kenny Hogg, varð í gær markahæsti leikmaður í sögu Knattspyrnudeildar Njarðvíkur þegar hann gerði sitt 75 mark fyrir Njarðvík í leikjum á vegum KSÍ(Deild, bikar og deildarbikar).

Markið gerði Kenny gegn Gróttu í gærkvöldi í frábærum 2-3 útisigri okkar manna í leik númer 191 hjá Kenny fyrir Ungmennafélagið, sem setur hann einnig þægilega á topp 10 lista yfir leiki leikna fyrir félagið.

Kenny gekk til liðs við Njarðvík árið 2017 eftir að hafa spilað eina leiktíð með Tindastól hér á landi, og hefur verið alla tíð síðan hjá Njarðvík og er nýbúinn að undirrita nýjan samning við Njarðvík sem gildir út árið 2026.
Því er óhætt að gera ráð fyrir því að Kenny bæti enn frekar við markametið og klífi upp metorðastigann í leikjafjölda.

Fotbolti.net tók Kenny tali eftir leik í gærkvöldi og má nálgast viðtalið hér: Viðtal við Kenny Hogg

Kenny er svo sannarlega vel af þessum árangri kominn enda frábær liðsmaður innan sem utan vallar og ber einmitt fyrirliðaband okkar mann í ár.

Knattspyrnudeildin óskar Kenny innilega til hamingju með árangurinn, og hlökkum til að sjá hann bæta áfram enn frekar metin!