Keppnisvöllurinn verður RafholtsvöllurinnPrenta

Fótbolti

Í dag var gengið frá samning milli Knattspyrnudeildar Njarðvíkur og Rafholts ehf um að keppnisvöllur deildarinnar heiti Rafholtsvöllurinn næstu tvö árin. Stjórn deildarinnar er mjög ánægð með að samningar hafi náðst og þökkum við eigendum Rafholts kærlega fyrir.

Keppnisvöllurinn hefur frá þvi við komum á Afreksbrautina árið 2007 heitið Njarðtaksvöllurinn, stjórn deildarinnar þakkar eiganda Njarðtaks fyrir gott samstarf á þessum árum.

Mynd/ Árni Þór Ármannsson ásamt eigendum Rafholts þeim Rúnari K. Jónssyni og Helga Rafnsyni framkvæmdastjóra Rafholts.

 

Rafholt var stofnað árið 2002 og er í dag einn af stærri atvinnurekendum rafverktöku á Íslandi með um 100 starfsmenn og verktaka á sínum snærum. Fyrirtækið er framsækið og starfar jafnt á útboðsmarkaði og í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Fagleg vinnubrögð og framúrskarandi árangur eru leiðarljós fyrirtækisins.

Heimasíða Rafholts