Khalil Shabazz til liðs við NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeildin hefur samið við bakvörðin Khalil Shabazz um að leika með karlaliðinu í vetur. Eftir brotthvarf Julius Brown var farið í hina hefðbundnu leit að arftaka og varð Khalil fyrir valinu.

Khalil er bakvörður og spilaði með San Fransisco háskólanum í fjögur ár þar sem hann skilaði 14 stigum að meðaltali í leik en kappinn er ættaður frá Seattle borg í Washington fylki. Kappinn er 184cm á hæð og einhver rúm 80 kg að þyngd.

Khalil spilaði fyrir lið Balikesir í Tyrklandi síðustu leiktíð þar sem hann var að skila um 17 stigum og senda um 6 stoðsendingar að meðaltali í leik.