Klárir í mótið með 24 manna leikmannahópPrenta

Fótbolti

Það er alltaf spenna í mönnum þegar Íslandsmótið hefst og við verðum snemma á ferðinni á morgun í flug austur á Egilsstaði. Liðið í ár byggir á þeim grunni sem við höfum verið að byggja upp sl. tvö ár. Liðið okkar mun seint teljast vera með þeim dýrari í deildinni, mestu leiti byggt uppá strákum sem búa í Reykjanesbæ. Við viljum einnig meina að liðið sé tilbúið í þetta mót og allir leikmenn tilbúnir í slaginn enda mikill törn framundan næstu vikuna.

Hvað segir þjálfarinn Guðmundur Steinarsson
Hópurinn okkar í dag telur 24 leikmenn sem við erum ánægðir með að hafa hjá okkur. Við teljum að hópurinn sé betri í ár og meiri samkeppni um spilatíma en verið hefur. Það eru í heildina 10 nýjir leikmenn, þar af eru 5 sem hafa spilað með okkur áður og tölum við um að við séum að fá þá heim. Ólíkt vel flestum liðum í þessari deild erum við ekki að panta gám af erlendum leikmönnum síðustu vikuna fyrir mót. Heldur höfum við verið að fá til okkar leikmenn sem eru á svæðinu ásamt að kíkja örlítið til höfuðborgarsvæðisins. Það er svo okkar að sýna og sanna hvað við getum, en við þjálfararnir höfum mikla trú á hópnum og vonum að við náum að sýna okkar bestu hliðar í sumar

Leikmannahópurinn

Markverðir

Brynjar Atli Bragson
F – 2000. Leikjafjöldi; 0 leikir / 0 mörk

Ómar Jóhannsson
F – 1981. Leikjafjöldi; 14 leikir / 0 mörk

Stefán Guðberg Sigurjónsson
F – 1987. Leikjaferill; 2 leikir / 0 mörk

Útileikmenn

Andri Fannar Freysson
F – 1992. Leikjafjöldi; 67 leikir / 28 mörk

Ari Már Andrésson
F – 1996. Leikjafjöldi; 63 leikir / 2 mörk

Ari Steinn Guðmundsson
F – 1996. Leikjafjöldi; 11 leikir / 1 mörk

Arnar Helgi Magnússon
F – 1997. Leikjafjöldi; 5 leikir / 1 mörk

Arnór Svansson
F – 1994. Leikjafjöldi; 0 leikir / 0 mörk

Atli Geir Gunnarsson
F – 2000. Leikjafjöldi; 3 leikir / 0 mörk

Árni Þór Ármannsson
F – 1985. Leikjafjöldi; 216 leikir / 15 mörk

Bergþór Ingi Smárason
F – 1994. Leikjafjöldi; 44 leikir / 7 mörk

Björn Axel Guðjónsson
F – 1994. Leikjafjöldi; 20 leikir / 12 mörk

Brynjar Freyr Garðarsson
F – 1995. Leikjafjöldi; 58 leikir / 4 mörk

Davíð Guðlaugsson
F – 1992. Leikjafjöldi; 47 leikir / 0 mörk

Gísli Freyr Ragnarsson
F – 1991. Leikjafjöldi; 111 leikir / 15 mörk

Gunnar Bent Helgason
F – 1997. Leikjafjöldi; 3 leikir / 0 mörk

Hafsteinn Gísli Valdimarsson
F – 1996. Leikjafjöldi; 0 leikir / 0 mörk

Harrison Hanley
F – 1992: Leikjafjöldi; 1 leikir / 2 mörk

Magnús Þór Magnússon
F – 1992. Leikjafjöldi; 32 leikir / 5 mörk

Marián Polák
F – 1983. Leikjafjöldi; 4 leikir / 0 mörk

Rafn Markús Vilbergsson
F – 1983. Leikjafjöldi; 171 leikir / 52 mörk

Sigfús Kristján Pálsson
F – 1995. Leikjafjöldi; 12 leikir / 0 mörk

Stefán Birgir Jóhannesson
F – 1993. Leikjafjöldi; 47 leikir / 7 mörk

Styrmir Gauti Fjeldsted
F – 1992. Leikjafjöldi; 75 leikir / 2 mörk

Theodór Guðni Halldórsson
F – 1993. Leikjafjöldi; 39 leikir / 30 mörk

Viktor Smári Hafsteinsson
F – 1992. Leikjafjöldi; 44 leikir / 1 mörk

Mynd/ Síðasta æfing fyrir leik í Reykjaneshöll í kvöld