Körfuboltaæfingar fyrir börn með sérþarfirPrenta

Körfubolti

Æfingar hefjast 12. október

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur mun hefja körfuboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir þann 12. október næstkomandi. Reyndir þjálfarar munu vinna með hópnum en æft verður í IceMar-Höllinni við Stapaskóla. Æfingar verða alla sunnudaga kl. 10.00.

Markmið æfinganna er að skapa jákvætt, öruggt og hvetjandi umhverfi þar sem hvert barn fær að njóta sín og styrkja bæði hreyfi- og félagsfærni. Æfingarnar verða sérhannaðar svo öll börn geti tekið þátt á eigin forsendum.

Æfingarnar munu fara fram í litlum hópum undir handleiðslu þjálfara sem hafa þekkingu á þörfum barna með sérþarfir. Öryggi og stuðningur er í fyrirrúmi og það eru allir velkomnir að prófa – pláss fyrir alla. Leikgleði, virðing og samstaða verður efst á baugi.

Allar nánari upplýsingar veitir barna- og unglingaráð KKD UMFN á unglingarad@umfn.is

Í októbermánuði eru allir æfingatímar opnir en í nóvember hefjast skráningar á körfuboltaæfingarnar í Abler. Allir áhugasamir eru velkomnir á prufuæfingar í október.

Komdu í körfu!