Körfuboltanámskeið í HáaleitisskólaPrenta

Körfubolti

Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur stendur að körfuboltanámskeiði í íþróttasal Háaleitisskóla fyrir krakka í 1.-4. bekk dagana 4.-27. nóvember næstkomandi.

Æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17.00-18.00. Þjálfarar eru Gísli Gíslason og Óskar Gíslason. Verð á námskeiðið er 5000 kr. fyrir hvern iðkanda. Skráning og greiðsla gjalds er á fyrstu æfingu.