UMFN heldur nú körfuboltanámskeið í íþróttasal við Háaleitisskóla í 4 vikur fyrir krakka aldrinum 6-9 ára. Krakkarnir hafa verið mjög dugleg fyrstu dagana en Wayne Martin leikmaður meistaraflokks Njarðvíkur var gestur þessa vikuna.
Skráningar eru enn í gangi og hægt er að skrá sig á staðnum eða í gegnum póstfang unglingaráðs ( unglingarad@umfn.is), æft er kl 17-18 mánudaga og miðvikudaga.
Þetta er annað námskeiðið sem UMFN heldur á Ásbrú en síðasta var það haldið í maí, það gekk vel og var mikill áhuga að halda annað slíkt námskeið.