Það verður nóg af körfubolta í sumar hjá UMFN. Skráning er hafin í hin árlega körfuboltaskóla en tvö námskeið verða í sumar fyrir börn fædd 2009-2014. Einnig verða í boði æfingar í allt sumar en nú verður æft í júní, júlí og í ágúst, aldrei hafa verið svo margar æfingar í boði fyrir iðkendur félagsins yfir sumartímann. Upplýsingar um æfingarnar verða kynntar fljótlega.
Tvö námskeið verða í boði í körfuboltaskólanum. Vikan 8. – 12. júní og 20. – 24. júlí.
Æft verður í íþróttahúsinu við Akurskóla.
Æfingar verða frá 09.00 – 11.00 (2009 – 2011) og 11.30 – 13.30 2012-2014.
Verð í körfuboltaskólann er 12.500 kr. hvort námskeið, séu bæði námskeiðin tekin er verðið 20.000 kr.
Farið er í öll grunnatriði körfuknattleiksins og farið verður í leiki bæði úti og inni.
Skráning fer fram í gegnum póstfangið aggiogsvava@simnet.is
Hér er hægt að nálgast upplýsingarnar um körfuboltaskólann inná sumarvef Reykjanesbæjar