Körfuboltaveisla í Ljónagryfjunni á morgunPrenta

Körfubolti

Á morgun munu strákarnir okkar mæta ógnarsterku liði Stjörnunar í Gryfjunni. Þeir eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þessi sömu lið mættust í 8 liða úrslitum á síðasta tímabili. Fyrri leikur liðanna lauk með sigri okkar manna og er þessi leikur einn af mikilvægari leikjum tímabilsins.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga að mæta og styðja strákana til sigurs. Þess má geta að stuðningsmaður númer 1 Sigurður Svanson mætir á svæðið og ætlar að stjórna stuðningsmanna sveitinni af sinni alkunnu snilld.

Leikurinn hefst kl 19:15 en við ráðleggjum fólki að mæta tímanlega