KR 1-0 Njarðvík: Andleysi í síðari hálfleikPrenta

Körfubolti

KR hefur tekið 1-0 forystu gegn okkar mönnum í 8-liða úrslitum Domino´s-deildarinnar. Liðin mættust í DHL-Höllinni 15. mars þar sem KR fór með 89-74 sigur af hólmi.

Staðan var 47-41 í hálfleik en KR vann þriðja leikhluta 24-12 og þar með var björninn unninn. Fremur mikil vonbrigði frammistaða okkar manna í síðari hálfleik en serían var að hefjast og leikur tvö á mánudag í Ljónagryfjunni þar sem það kemur ekkert annað til greina en að jafna metin!

Njarðvík-KR
Leikur 2
Ljónagryfjan 19. mars kl. 19:15

#ÁframNjarðvík

Mynd/ Bára Dröfn – Logi Gunnarsson bar af í okkar liði í fyrsta leik gegn KR.