KR-Njarðvík á Meistaravöllum í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík mætir KR á Meistaravöllum í kvöld í Subwaydeild karla. Leikurinn hefst kl. 18:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Leikurinn er í 20. umferð deildarinnar svo það eru sex stig eftir í potti deildarkeppninnar fyrir öll liðin.

Þegar þetta er ritað er Njarðvík í baráttu um deildarmeistaratitilinn við Val en KR þegar fallið í 1. deild á næstu leiktíð. Sýnd veiði en ekki gefin enda rimmur Njarðvíkur og KR fyrir margt löngu orðið einn af bestu bitunum í konfektkassa körfuboltans.

Okkar menn eru vissulega á góðu skriði með níu deildarsigra í röð en KR hefur unnið síðustu tvo leiki sína gegn ÍR og Keflavík svo það dugir ekkert minna en að vippa sér í græna bolinn, mæta á pallana í Vesturbænum og styðja Njarðvík til sigurs í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.

Aðrir leikir umferðarinnar eru:

 1. mars
  18:15 KR – Njarðvík
  19:15 Valur – ÍR
  19:15 Höttur – Keflavík
  20:15 Haukar – Stjarnan
 2. mars
  18:15 Breiðablik – Grindavík
  20:15 Þór Þorlákshöfn – Tindastóll

Mynd/ Jón Björn