Öruggur sigur KR gegn NjarðvíkPrenta

Fótbolti

KR vann Njarðvík 3 – 0 í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, þessi úrslit komu sjálfsagt engum á óvart. Aðstæður á Meisaravöllum í kvöld voru ekki uppá það besta þrátt fyrir góðan völl, það helli ringdi nánast allan leikinn og völlurinn var sleipur og pollar farnir að myndast í honum sem gerði leikinn oft tilviljunarkenndann.

KR ingar voru eðlilega mun sterkari aðilinn í leiknum en Njarðvíkingar voru óheppnir að ná ekki forystunni strax í byrjun leiks eftir góða sókn sem skilaði þungri pressu á mark heimamann. Fyrsta mark leiksins kom á 21 mín og svo bættu þeir við öðru marki á 25 mín. Staðan 2 – 0 í hálfleik, KR réði gangi mála en Njarðvíkingar náðu oft góðum köflum.

Seinnihálfleikur var svipaður og sá fyrri en Njarðvíkingar sóttu mun meira en í fyrrihálfleik án þess að ná að skora. Þriðja mark KR kom á 63 mín og þá voru úrslit leiksins ráðin. Það sem eftir leið af leiknum kepptust leikmenn við að gera sitt besta við þær aðstæður sem buðust.

Njarðvíkurliðið spilaði mun betur en það hefur gert í síðustu þremur leikjum og vonandi ná leikmenn að kalla það fram í næsta leik sem er gegn Gróttu á Rafholtsvellinum föstudaginn 5. júlí.

Leikskýrslan KR – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Fótbolti.net – viðtal við Andra Fannar
Fótbolti.net – viðtal við Óskar Örn 

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld