Krista Gló framlengir um tvö ár í NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Krista Gló Magnúsdóttir gerði nýverið tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Krista Gló er handhafi Áslaugarbikarins sem afhentur er ár hvert efnilegasta leikmanni félagsins.

Krista er uppalin í Njarðvík og hefur síðustu ár verið í leikmannahópi meistaraflokks og varð m.a. Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu á þarsíðustu leiktíð. Krista er 19 ára gömul og var með 2,3 stig og 1,6 fráköst að meðaltali í leik með Njarðvík í Subwaydeildinni á síðustu leiktíð.