Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í Njarðtaksgryfjunni í kvöld þar sem Kristín Örlygsdóttir var endurkjörin formaður deildarinnar.
Ný stjórn deilarinnar var kosin fyrir starfstímabilið 2020-2021 en nýja stjórn skipa eftirtaldir: Kristín Örlygsdóttir formaður, Brenton Birmingham, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, Agnar Mar Gunnarsson, Emma Hanna Einarsdóttir, Guðrún Hildur Jóhannsdóttir og Sigrún Ragnarsdóttir. Í varastjórn voru kosin Ásgeir Snær Guðbjarsson, Geirný Geirsdóttir og Hafsteinn Sveinsson.
Helgi Arnarson var fundarstjóri kvöldsins og þakkar deildin honum skelegga fundarstjórn. Ný stjórn mun bráðlega skipta með sér verkum en framundan er hápunktur körfuboltavertíðarinnar þegar úrslitakeppnirnar ganga í garð.