Kristinn frá vegna meiðslaPrenta

Körfubolti

Kristinn Pálsson mun ekki leika með Njarðvík annað kvöld þegar 8-liða úrslit í Domino´s-deild karla hefjast. Kristinn er enn að glíma við meiðsli sem hann hlaut í lokaumferðinni gegn Skallagrím.

Óvíst er hvort Kristinn verði orðinn leikfær fyrir leik tvö í Seljaskóla en við vonum bara að okkar maður braggist vel og komist sem allra fyrst út á parketið.